Bar & Happy hour

Barinn er hjarta staðarins okkar og tekur um 20 manns í sæti. Á barsvæðinu er ekki tekið við borðapöntunum og því auðvelt að koma við með litlum fyrirvara og fá sér drykk eða mat við barinn.

Matseðill er í boði frá 11.30-22:30* og inniheldur allt frá léttum réttum til þess að deila upp í stærri rétti, pizzur, grænmetisrétti, fisk, steikur og fleira. Sjá Matseðill

EIRIKSSON Kaldi

Til að bera nafnið Brasserie með rentu er eiginlega nauðsynlegt að hafa sinn eigin bjór á krana. Í samstarfi við Bruggsmiðjuna Kalda á Árskógssandi bjóðum við upp á sérbruggaðan bjór sem er aðeins fáanlegur á EIRIKSSON BRASSERIE. Bjórinn er  ljós og ferskur pilsner og svíkur engan á 1000 krónur allan daginn.

Aðrir bjórar á krana eru Stella Artois, Peroni, Leffe, Kaldi IPA, Franziskaner Weissbier.

 

Drekkutími – Happy Hour

Í boði þriðjudaga – laugardaga frá 15-18
Ekki eru teknar borðapantanir á þessum tíma.

Drykkir á tilboði
-Kokteill dagsins 1500 – Nýr kokteill daglega
-Allir bjórar 800 – Stella Artois, Peroni, EIRIKSSON Kaldi, Franziskaner Wiessbier, Kaldi IPA, Leffe
-Léttvínsglas 900

*Eldhúsið er lokað milli 16-17