Einkaherbergið

Einkaherbergið okkar er í kjallaranum inni í bankahvelfingu gamla Landsbankans sem var hér til húsa áður fyrr. Herbergið tekur allt að 16 manns í sæti.

Vínkjallarinn, með verðmætustu og sjaldgæfustu vínin okkar, umlykur herbergið bakvið glervegg sem skapar þægilega og fágaða stemningu til að snæða eða funda í.

Fyrir fundi er skjávarpi til staðar í einkaherberginu.

Það er lítið mál að bæta við vínsmökkun inni í vínkjallaranum við bókun á einkaherberginu til að setja tóninn fyrir ógleymanlega kvöldstund á EIRIKSSON Brasserie.