Barinn
Barinn er hjarta staðarins okkar og tekur um 20 manns í sæti. Á barsvæðinu er ekki tekið við borðapöntunum og því auðvelt að koma við með litlum fyrirvara og fá sér drykk eða mat við barinn.
Matseðill inniheldur allt frá léttum réttum til þess að deila upp í stærri rétti, pizzur, grænmetisrétti, fisk, steikur og fleira.
Til að bera nafnið Brasserie með rentu er nauðsynlegt að hafa sinn eigin bjór á krana.
Í samstarfi við Bruggsmiðjuna Ölvisholt bjóðum við upp á sérbruggaðan bjór sem er aðeins fáanlegur á EIRIKSSON BRASSERIE. Bjórinn er ljós og ferskur pilsner og svíkur engan.
Aðrir bjórar á krana eru Stella Artois og Peroni
Happy hour
drekkutími frá kl. 15:00 til 18:00
ÞAÐ ERU EKKI TEKNAR BORÐAPANTANIR Á HAPPY HOUR
APEROL spritz
ELDERFLOWER spritz
LIMONCELLO spritz
1950 ISK
Kranabjór
Vínglas
Freyðivín
1350 / 1500 ISK