Um okkur

EIRIKSSON BRASSERIE er veitingastaður miðborgar Reykjavíkur í sögufrægu húsi á Laugavegi 77. Staðurinn var endurhannaður af Ítalska hönnunarfyrirtækinu Design Group Italia sem sá um að breyta fyrrum bankaútibúi Landsbankans í stórglæsilegt og notalegt brasserie!


Í framlínu EIRIKSSON eru hjónin Friðgeir Ingi Eiríksson og Sara Dögg Ólafsdóttir og faðir Friðgeirs, Eiríkur Ingi Friðgeirsson auk Birgis Más Ragnarssonar og Silju Hrundar Júlíusdóttur.


Eiríkur, Friðgeir Ingi og Sara eru veitingageiranum vel kunnug hérlendis, en þau ráku Hótel Holt og Gallery Restaurant í fjölda ára auk þess að hafa rekið Viðeyjarstofu frá árinu 2010. Friðgeir er fyrrum yfirmatreiðslumaður á Michelin veitingastaðnum Domaine de Clairfontaine í Lyon í Frakklandi. Þeir feðgar hafa getið sér gríðargott nafn fyrir mat og þjónustu hvort sem er á Íslandi eða á alþjóða vettvangi, enda verið í landsliði matreiðslumanna, liðsmenn í Bocuse d‘Or, heimsmeistarakeppni matreiðslumanna og ráðgjafar í sjónvarpi.


Matseðillinn á EIRIKSSON BRASSERIE er í evrópskum matargerðarstíl þar sem sérstök áhersla er lögð á ítalska matargerð. Glæsilegur vínkjallari hússins, staðsettur í gömlu peningageymslunum skapar óviðjafnanlega stemningu. Þar er að finna fágætt safn vína sem samanstendur af um 4.000 flöskum sem margar hverjar eru ófáanlega á almennum markaði. Í peningageymslunum er einkaherbergi sem hægt er að panta og þar er dekrað við gesti í mat og drykk.


EIRIKSSON BRASSERIE leggur áherslu á afslappaða stemningu, hvort sem er þegar gestir hefja daginn á ljúffengum hádegisverði eða ljúka honum á sérbrugguðum EIRIKSSON Kalda á barnum.

„Þegar kemur að því að búa til konsept fyrir veitingastað er auðvelt að binda sig við eina stefnu frá tilteknu landi. Það hinsvegar gerir að verkum að erfiðar er að kynnast öðrum matreiðslustraumum og stefnum og breyta matseðlinum í takt við það. Það var engin ein fyrirmynd af því sem við vildum gera. Við vildum útfæra okkar eigið konsept byggt á því sem okkur finnst best og skemmtilegast að elda og borða frá morgni til kvölds. Staðurinn á að endurspegla okkur en ekki annan veitingastað eða annarra manna hugarfóstur. Nafnið Brasserie var svo sett saman við nafn staðarins til að gera gestum grein fyrir gæðum og verðflokki staðarins.


„Brasserie” gerir okkur einnig kleift að fara í allar áttir í mat og drykk. Hönnun staðarins er svo punkturinn yfir i-ið, en hún fangar alla þá þætti sem við sáum fyrir okkur í heildarkonseptinu. Þetta erum við!“


– Friðgeir I. Eiríksson

Hafa samband

Laugavegur 77

101 Reykjavík

+354 419 1777

[email protected]