Vín

EIRIKSSON fjölskyldan státar af einu merkilegasta vínsafni landsins og ber vínkjallarinn á EIRIKSSON Brasserie þess glöggt merki. Yfir 4000 gæðavínflöskur eru geymdar í kjallaranum á meðan stór hvítvíns- og kampavínskælir er uppi í veitingasal á jarðhæðinni.


Vínkjallarinn sjálfur er í kjallara hússins þar sem bankahvelfing gamla Landsbankans var forðum daga. Frönsk vín og þá helst Bordeaux vín eru í lykilhlutverki í safninu þó að önnur lönd og aðrar ekrur fái að fljóta með þegar þau ná að uppfylla þær miklu kröfur sem fjölskyldan gerir til þeirra vína sem boðið er upp á staðnum.